Enn lækkar heimsmarkaðsverð á olíu. Á hrávörumarkaði í London er verðið komið niður í 71.65 dollara á tunnu og 70,46 dollara í New York. Við lokun markaðar í gær var verðið í London skráð á 71,84 dollara og 70,80 dollara hjá WTI í New York. Lægst hefur verðið farið í 69 dollara í viðskiptum í morgun á hrávörumarkaði í New York.

Þau gleðilegu tíðindi spyrjast nú frá íslenskum eldsneytismarkaði að N1 lækkaði þjónustuverð sitt um 15 krónur í morgun í tilefni þess að sumarumferðin er að fara í gang nú um hvítasunnuna. Kostar bensínlítrinn þar nú óháð þjónustustigi 193,50 krónur og dísilolíulítrinn 191,50 krónur. Önnur félög hafa fylgt þessu eftir en lægst er verðið þó hjá Orkunni, eða 191,70 á bensínlítrann og 189,70 á dísilolíunni.