Hráolíuverð í framvirkum samningum á heimsmarkaði stendur nú í 93,93 dollurum á tunnu á hrávörumarkaði í London. Er þetta hærra verð en sést hefur á olíumarkaðnum í meira en ár.

Hefur verðið þó lækkað um 45 cent á tunnu það sem af er degi.

Hæst hefur verðið farið í 94,38 dollara í viðskiptum dagsins og lægst í 93,34 dollara á tunnu.