Heimsmarkaðsverð á olíu í framvirkum samningum hefur verið að lækka í dag og hefur farið lægst í 65,38 dollara tunnan á hrávörumarkaði í New York. Þar var opnunarverð í morgun 66,68 dollarar, en stendur nú í 65,69 dollurum á tunnu. Í London er verðið nokkru hærra eins og oftast áður, eða 68,72 dollarar á tunnu. Þar hefur verðið þó farið lægst í 68,17 dollara, en var við opnun í morgun 69,42 dollarar á tunnu.