Þrátt fyrir að Sádi-Arabía hafi tilkynnt að framleiðsla yrði aukin í júlí náði olíuverð nýjum hæðum í dag. Í viðskiptum dagsins fór olíutunnan hæst í 139,89 dollara á tunnuna. Fyrra met var sett 6.júní síðastliðinn. Talið er að núverandi hækkanir séu fyrst og fremst orsakaðar af spákaupmönnum fremur en skorti.

Á sunnudag bárust þau tíðindi frá Sádi-Arabíu að framleiðsla yrði aukin um 200,000 tunnur á mánuði til að mæta aukinni eftirspurn á heimsvísu. Þá mun heildaraukning í framleiddum tunnum á dag frá því í maí alls nema 500,000, eða yfir 6%. Ekki hefur verið framleitt jafnmikið af olíu í einum mánuði í Sádi-Arabíu síðan 1981.

Sádi-Arabía er talið eina landið í heiminum sem getur aukið framleiðslu sína verulega.

Sérfræðingar sem BBC ræðir við segja þessa ákvörðun koma of seint hjá Sádi-Arabíu. Markaðurinn er sagður kominn með „þá flugu fasta í höfðið að olían sé hreinlega að verða búin.”

Sumir sérfræðingar hafa sagt að olíutunnan muni ná 200 á næsta 18 mánuðum.