Lækkun varð á Bandaríkjamarkaði í fyrsta sinn í fjóra daga. Smásalar og lyfjaframleiðendur fóru fyrir lækkunum dagsins. Það sem helst veldur er hækkun olíuverðs og að opinberað var að kólestról-lyf frá Merck & Co. og Schering-Plough er talið krabbameinsvaldandi.

Þessi vátíðindi vógu þyngra en jákvæðar fréttir af varnarsigri Bank of America í uppgjöri sínu fyrir 2. ársfjórðung.

Nasdaq vísitalan lækkaði í dag um 0,1%. Dow Jones lækkaði um 0,3% og Standard & Poor´s lækkaði um 0,1%.

Olíuverð hækkaði eins og fyrr sagði í dag, um 2,1% og kostar olíutunnan nú 131,6 Bandaríkjadali.