„Við áttum okkur á að að líkindum verði áfram þörf fyrir olíu og gas næstu áratugi. En nú þurfum við að vinna olíu og gas með ábyrgum hætti gagnvart umhverfinu," segir James Kendall, svæðisstjóri hjá bandarísku orkustofnuninni BOEM, í samtali við Markaðinn á Fréttablaðinu .

Hann segir vonina vera að með tímanum verði hægt að færa sig frá jarðefnaeldsneyti til endurnýjanlegra orkugjafa. Hins vegar sé ljóst að þörfin fyrir olíu og gas muni ekki hverfa næstu áratugi.

„Við erum því miður mjög háð olíu og gasi og við þurfum að færa okkur frá því og yfir í endurnýtanlega orkugjafa líkt og Ísland notar. Sú breyting gerist hins vegar ekki á einni nóttu og á meðan þarf að fá orkuna einhvers staðar frá,“ segir hann.