Óliver Tumi Auðunsson er 6 ára og alveg örugglega yngsti rithöfundur Íslandssögunnar.

Hann er höfundur bókarinnar Óliver Tumi, segðu mér sögu, og er óhætt að segja að þar fari pilturinn á kostum í fjörugum ævintýrum um stráka og stelpur, bókaorma og uglur, skrímsli og prinsessur.

Óliver Tumi, segðu mér sögu. Höfundur: Óliver Tumi Auðunsson.
Óliver Tumi, segðu mér sögu. Höfundur: Óliver Tumi Auðunsson.

Guðni Ágústsson fv. ráðherra er afi Ólivers og hann skrifar formála að þessu skemmtilega kveri.

Útgáfunni er fagnað í Eymundsson, Austurstræti klukkan 14 í dag. Jólasveinninn mætir af þessu tilefni, sem og Geir Ólafs sem á dögunum gaf út barnaplötuna Amma er best. Veislustjóri verður Guðni Ágústsson.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Óliver Tumi Auðunsson.
Óliver Tumi Auðunsson.