Samkvæmt nýrri rannsókn Expectus og FranklinCovey um innleiðingu stefnu hjá fyrirtækjum er óljós forgangsröðun, skortur á endurgjöf og of mikið vinnuálag þrjár helstu hindranirnar sem koma í veg fyrir að íslenskir starfsmenn nái helstu markmiðum sínum í starfi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Expectus en samkvæmt könnun þeirra kemur einnig fram að rétt rúmlega helmingur aðspurðra telji stefnu fyrirtækisins vera skýra og aðeins um þriðjungur segir árangursmælikvarða vera skýra.

Þá kemur einnig fram að ráðgjafafyrirtækin Expectus og FranklinCovey hafa unnið saman undanfarin ár við að aðstoða aðila í íslensku atvinnulífi við innleiðingu stefnu með 4 Disciplines of Execution (4DX) aðferðarfræðinni. Hún hjálpi stjórnendum að skapa raunverulegar forsendur til að hrinda stefnu í framkvæmd með því skipta langtímastefnu í hæfilega áfanga, greina mikilvægustu markmiðin, skilgreina mælikvarða og vakta þær lykilaðgerðir sem hafa áhrif á hvort árangur náist.