Samkvæmt upplýsingum frá greiningardeildum bankanna eru ástæður gengislækkunarinnar ekki ljósar.

Engar innlendar fréttir varpi ljósi á veikinguna og markaðir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafi frekar þokast upp á við í dag.

Þorbjörn Atli Sveinsson hjá greiningu Kaupþings segir áhættufælni á mörkuðum erlendis hafa vaxið síðastliðna vikur og lækkunin nú kunni að endurspegla þá þróun.

Töluverð velta hefur verið með gjaldeyrir í dag, en upp úr hádegi námu viðskiptin rúmlega 40 milljörðum krónum.

Samkvæmt upplýsingum frá Glitni ættu aðgerðir ríkistjórnarinnar íbúðalánamarkaði nú fyrir helgi að hafa jákvæð áhrif á markaðinn og því ólíklegt að veikingin sé viðbrögð við þeim fréttum.

Lækkunin sé hins vegar slæmar fréttir fyrir Seðlabankann. Vonir stóðu til að krónan myndi styrkjast við útgáfa nýrra innistæðubréfa og ríkisbréfa á fimmtudaginn sl. en það hafi ekki gengið eftir.

Þá er vaxtarmunur á gjaldeyrisskiptamarkaði enn lítill sem enginn og því ekki mikill hvati fyrir erlenda fjárfesta að kaupa krónur sem stendur. Talið er að efling gjaldeyrisforðans myndi hafa jákvæð áhrif á vaxtarmuninn og gætir því meiri óþreyju eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum.