Varðandi framhaldið hjá Plain Vanilla er margt óljóst. Í tilkynningu um lokun starfsstöðvar fyrirtækisins á Íslandi segir að Plain Vanilla muni halda QuizUp gangandi áfram og að leitað verði leiða til að þróun leiksins geti haldið áfram þrátt fyrir að ekki verði af sjónvarpsþættinum og þrátt fyrir lokun skrifstofunnar hér á landi. Það segir samt sem áður sína sögu að Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, sagði í samtali við mbl.is að ákvörðun um að segja upp starfsfólkinu hafi m.a. ráðist af því að hætt væri við því að félagið færi ella í þrot.

Þá herma heimildir Viðskiptablaðsins að afar fáir starfsmenn, ef nokkrir, séu eftir hjá fyrirtækinu sem hafa eitthvað með framleiðslu efnis – þ.e. spurninga – fyrir leikinn að gera. Þeir sem til þekkja telja líklegast að svo fari að Glu Mobile eignist fyrirtækið, eða að minnsta kosti höfundarrétt þess, leikinn sjálfan. Hluthafar muni tapa sínu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .