Sumarið 2013 hóf fyrirtækið Víkurskel á Húsavík tilraunarækt á ostrum. Fluttar voru inn skeljar frá Spáni og  þær settar í lokaðar grindur og síðan á langlínu á 5 til 6 metra dýpi í Saltvík, sem er um tveimur kílómetrum frá ósum Laxár í Aðaldal. Síðasta sumar voru fluttar inn fleirti skeljar og settar í sjó á sama stað.

Þann 21. október í vetur gerði aftakaveður á Norðausturlandi. Á Skjálfanda fyrir utan Húsavík náði ölduhæðin 10 til 12 metrum. Í fárviðrinu slitnuðu upp festingar á ostrubúrunum í Saltvík með þeim afleiðingum að öll dýr drápust. „Tjónið var tilfinnanlegt og færði hátt í tveggja ára þróunarstarf ostruræktunar hér á landi á upphafsreit að nýju,“ segir í ársskýrslu dýralæknis fiskjúkdóma sem Matvælastofnun birti fyrir skömmu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Hvalaskoðunarbátur Norðursiglingar sá fyrsti sem gengur fyrir rafmagni.
  • Ný rannsókn kortleggur afstöðu Íslendinga til sæstrengs.
  • Tekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjum jukust um 58% í fyrra frá árinu á undan.
  • SFF gagnrýnir séríslensk ákvæði í breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki.
  • Mikill munur er á ávöxtunarkröfu verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa.
  • Ítarleg úttekt um efnahagsleg áhrif ívilnana.
  • Viðtal við Valgerði Hrund Skúladóttur framkvæmdastjóra Sensa.
  • Týr fjallar um Sparisjóð Vestmannaeyja.
  • Óðinn fjallar um ríkisafskipti í bandarískum bílaiðnaði.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira.