*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Innlent 28. júlí 2020 16:35

Öll félög lækka nema Icelandair

Heildarviðskipti dagsins námu 1,4 milljörðum króna, öll félögin í Kauphöll lækkuðu í virði nema Icelandair.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala OMXI10 lækkaði um 0,78% í dag og stendur í 2.160 punktum. Heildarviðskipti dagsins námu 1,4 milljörðum króna, þar af voru 534 milljónir með bréf Marel en bréf félagsins lækkuðu um 0,67%. Næst mest velta var með bréf Símans, fyrir 173 milljónir. 

Mest lækkuðu bréf Kviku banka, um 3,1% í 93 milljóna króna viðskiptum og standa hlutabréf félagsins í 10,3 krónum hvert. Næst mest lækkun var á bréfum Eikar, um 2,7% í 24 milljóna króna viðskiptum og standa þau nú í 7,22 krónum hvert.

Einungis eitt félag í Kauphöllinni hækkaði í verði og var það Icelandair, um 2,05%, en viðskipti með hlutabréf félagsins námu einungis tveimur milljónum króna. Félagið tapaði 12,3 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi og hyggst ljúka samningaviðræðum sínum við alla hagaðili í þessari viku til að geta haldið áfram með hlutafjárútboð sitt.

Íslenska krónan veiktist lítillega gagnvart öllum sínum helstu viðskiptamyntum. Mest lækkaði hún gagnvart breska pundinu sem fæst nú á ríflega 175 íslenskar krónur.

Stikkorð: Icelandair Kvika banki OMXI10