Öll skref til losunar hafta eru jákvæð, að sögn Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða um haftafrumvarp fjármálaráðherra.

„Þetta hefur verið okkar helsta áhyggjuefni. Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að geta farið út til að dreifa áhættu í fjárfestingum þeirra,“ segir hún í samtali við Viðskiptablaðið.

Hvað varðar áhrif losunar á gengi krónunnar og innlenda eignamarkaði, einkum verðbréfamarkaði, segir Þórey að samkvæmt frumvarpinu eigi hér að vera ákveðin varúðartæki til að verja krónuna og íslenskt efnahagslíf. „Ég treysti þeim til að gera það sem þarf að gera í þeim efnum.“