Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gær með táknrænum hætti í notkun nýjar höfuðstöðvar Samskipa að viðstöddu fjölmenni. Klingdi hann skipsklukku við góðar undirtektir til marks um að starfsemi væri formlega hafin í 28 þúsund fermetra nýbyggingu félagsins við Kjalarvog. Þar er nú undir einu þaki öll starfsemi Samskipa á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Landflutningar og dótturfélagið Jónar Transport.

?Loksins hefur langþráður draumur okkar ræst,? segir Knútur G. Hauksson, annar forstjóra Samskipa. ?Flutningarnir hafa þjappað okkur saman og ég er sannfærður um að við munum geta þjónustað viðskiptavini okkar enn betur en verið hefur því öll okkar þjónusta, sem áður var starfrækt á fimm stöðum, hefur verið samþættuð hér í nýja húsinu með tilheyrandi hagræðingu fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn.?