Framkvæmdasýsla ríkisins hefur til meðferðar tilboð í byggingu sendiherrabústaðar í Berlín. Alls bárust 10 tilboð og ekkert þeirra undir kostnaðaráætlun. Tilboðin eru öll frá þýskum byggingaaðilum. Lægsta tilboðið var frá fyrirtækinu Bateg og hljóðaði upp á 1.924.086,04 evrur eða 167 milljónir króna og er það 112,2% af kostnaðaráætlun.

Auglýst var eftir tilboðum í byggingu og fullnaðarfrágangi sendiherrabústaðar í Berlín í Þýskalandi. Það er Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. utanríkisráðuneytis sem sér um verkefnið en hönnun hússins var boðin út fyrir tveimur árum. Húsið verður alls 675 m2 að stærð en um er að ræða þrískipta byggingu á tveimur hæðum með kjallara að hluta auk bílskúrs. Byggingin skiptist í íbúð sendiherra, móttöku- og gestarými og tengibyggingu.

Húsið er steypt, einangrað að utan með blágrýti, eik og báruformuðu zinki. Einnig skal ganga frá lóð fyrir framan húsið. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 22. október 2005.

Tilboð voru opnuð 29. nóvember 2004 og voru þau eftirfarandi:

Röð Bjóðandi Tilboðsupphæð Hlutfall af kostn.áætlun við opnun, EUR

1. Bateg 1.924.086,04 112,2%
2. Axima 2.001.233,04 116,7%
3. Ingbau 2.157.136,00 125,8%
4. B. Schragen 2.203.002,40 128,5%
5. Ost Bau Gmb. 2.235.255,64 130,3%
6. Deuter 2.447.449,20 142,7%
7. Wayss & Freytag 2.482.967,00 144,8%
8. Gefiplan 2.747.346,84 160,2%
9. Pegel & Kunz GmbH 2.627.516,00 153,2%
10. Schober Fliesen und Naturstein GmbH *

Kostnaðaráætlun 1.715.000,00 100,0%



Tilboðin eru til yfirferðar hjá FSR