Tilboðin sex sem bárust í Perluna voru öll með fyrirvara um breytingar á deiliskipulagi eða hagkvæmniathugun en stjórn Orkuveitunnar hefur gert tilboðin opinber.

Dugur fasteignafélag, sem bauð 730 milljónir var með fyrirvara um viðbyggingu og breytingu á deiliskipulagi. Jakaból ehf. sem var með þrjú tilboð í Perluna upp á 750, 850 og 950 milljónir var með fyrirvara um aukinn byggingarétt og breytta nýtingu lóðar. Aðili sem óskaði nafnleyndar var með fyrirvara um aukinn byggingarétt og aukin lóðakaup.

Hópur undir forystu Garðars K. Vilhjálmssonar á hæsta tilboðið að upphæð 1.689 milljónir króna og er með fyrirvara um hagkvæmniathugun.

Stjórn Orkuveitunnar hefur til 31. mars til að aflétta fyrirvörunum.