Öll tilboð sem bárust í hreinsun og viðgerðir Jökulsárganga Kárahnjúkavirkjunar voru yfir kostnaðaráætlun. Alls bárust fimm tilboð í verkið entilboðin voru opnuð og lesin upp í gær.

Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að Héraðsfjörður ehf átti lægsta tilboðið. Það hljóðar upp á rúmlega 39 milljónir króna, en kostnaðaráætlun verksins er um 34,5 milljónir. Hæsta tilboðið átti Hannes Jónsson ehf., um 68 milljónir króna.