Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant hagnaðist um 1,4 milljarða króna á síðasta ári samanborið við ríflega 1,3 milljarða tap árið 2020. Tekjur félagsins tífölduðust á milli ára og námu um 9 milljörðum króna, sem má að stærstum hluta rekja til samnings við bandaríska lyfjarisann Pfizer um eftirlit með dreifingu Covid-bóluefna. Controlant sér fram á frekari vöxt og áætlar að tekjurnar tvöfaldist í ár.

Controlant kom að dreifingu og geymslu 3,5 milljarða bóluefnaskammta frá Pfizer á síðasta ári. Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, segir að dreifing á Pfizer-bóluefninu verði enn meri í ár og bendir á að enn sé langt í land í lág- og meðaltekjulöndum og ný afbrigði hafi komið fram á sjónarsviðið.

Hann gerir ráð fyrir að þjónusta vegna Covid-bóluefna verði áfram stór hluti af starfsemi Controlant í einhvern tíma. Gísli bendir á að fyrir helgi hafi verið gefið leyfi fyrir bólusetningu á börnum yngri en fimm ára í Bandaríkjunum og fjölmörg ríki stefni á að herja á örvunarskammta í haust. Einnig fari smitum fjölgandi hér á landi.

„Þessi veira þrífst betur í kulda heldur en hita. Ég bjóst nú alveg við því að það myndu koma smá kúfur þegar það færi að hausta en þetta er að gerast aðeins fyrr en maður bjóst við. Það er eiginlega ekki útlit fyrir neitt annað en að við verðum í smá „pandemic-mode“ í einn vetur í viðbót að minnsta kosti. Það er viðbúið.“

Viðtalið við Gísla má finna í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið en í blaðinu er einnig fjallað um:

  • Íslendingar ætla að flykkjast á knattspyrnuvelli Englands á næsta tímabili.
  • Monerium býr sig undir mikinn vöxt í greiðslumiðlun rafeyris yfir bálkakeðjur.
  • Rætt er við forstöðumann Alþjóðagreiðslubankans og varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika um þróun seðlabankarafeyris.
  • Disact býður upp á vörur sem fyrirbyggja myglur í húsnæði og hefur samið við fjölda fyrirtækja og stofnana hér á landi.
  • Rætt er við Ástu Maríu Marinósdóttur, nýjan framkvæmdarstjóra Special Tours.
  • Fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols telur að rýra eigi trúverðugleika sinn og vega að starfsheiðri sínum til að koma í veg fyrir að greinargerð sín verði birt.
  • Óðinn skrifar um vaxtaákvörðun Seðlabankans og skortinn á fasteignamarkaði
  • Týr þarf að ræða um eignarhaldið á rekstri Keflavíkurflugvallar
  • Púlsinn tekinn á Kauphöllinni og stemningunni fyrir frekari skráningum eftir erfitt tímabil á mörkuðum

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði