Fá kaffihús í Reykjavík eru þekktari og betur staðsett en Café Paris enda hefur staðurinn tekið á móti gestum í Austurstræti 14 frá árinu 1993. Nú er hins vegar komið að tímamótum þar sem nýir eigendur hafa nú tekið við rekstrinum og staðurinn mun opna í lok mánaðarins í gjörbreyttri mynd. Að sögn eigenda er hugmyndin að Café Paris verði heiðarlegur franskur bistro þar sem engu verður til sparað í gæðum þegar kemur að mat og umhverfi.

Sigurgísli Bjarnason, einn af eigendum staðarins, segir markmiðið einfaldlega að búa til heiðarlegan og fallegan veitingastað. „Þetta verður franskt bistro þar sem boðið verður upp á morgunmat, hádegismat og kvöldmat, við munum opna klukkan 8 á morgnanna og loka um miðnætti. Staðurinn mun að vissu leiti halda áfram að standa fyrir því sem Café Paris hefur alltaf staðið fyrir sem miðbæjar café en við ætlum okkur hins vegar að breyta honum að fullu að innan sem utan og færa staðinn aftur í þennan franska bistro stíl sem er nær því sem hann var árið 1993. Það eina sem verður óbreytt er nafnið á staðnum, þess utan héldum við engu eftir,“ segir Sigurgísli.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Útlit er fyrir næstmestu hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í 23 ár á þessu ári.
  • Umfjöllun um nýja skýrslu um ferðaþjónustuna sem kemur út á morgun.
  • Nauðsynlegt er að grípa til ráðstafana til að tryggja orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja.
  • Jeremy Tai Abbet, sem áður starfaði fyrir Google, segir fyrirtæki standa frami fyrir grundvallaróvissu vegna tækniþróunar.
  • Fjallað er um góðan gang Mint Solutions sem fékk fyrir skömmu 280 milljón króna styrk.
  • Félag atvinnurekenda segir nýja ársskýrslu Íslandspósts villandi.
  • Ávöxtunartölur íslenskra sjóða undanfarin ár sýna að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.
  • Ítarlegt viðtal við Helga S. Gunnarsson, forstjóra fasteignafélagsins Regins.
  • Nokkur viðsnúningur hefur verið á rekstri Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
  • Rætt er við Sölva Blöndal, stjórnarformann Alda Music, um framtíð tónlistarútgáfu.
  • Fjallað er um Fjáröflun.is sem er lausn fyrir einstaklinga og hópa til að fjármagna ýmislegt í tengslum við íþrótta- og tómstundastarf.
  • Viðtal við Kristrúnu Frostadóttur sem var ráðin sem hagfræðingur Viðskiptaráðs.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um Landsdóm.
  • Óðinn skrifar um fíkniefnamarkaðinn.