Öllu áætlunarflugi innanlands hefur verið aflýst vegna veðurs. Á vefsíðu Veðurstofu Íslands kemur fram að í dag verði sunnan stormur eða rok, talsverð rigning og asahláka. Þá má búast við talsverðum vatnavöxtum í ám sunnan og vestan til á landinu.

14 brottfarir voru áætlaðar frá Reykjavík til allra landshluta og 15 komur til Reykjavíkur voru áætlaðar. Ljóst er að ekkert verður af þeim ferðum í dag.

Búast má við því að það haldi áfram að hvessa næstu daga og er því óvíst hvort flogið verði á morgun.

Einu millilandaflugi SAS var aflýst í dag, en vélin átti að koma frá Kaupmannahöfn klukkan 10:50 og fljúga aftur til Danmerkur klukkan 11:30.