„Þessi stýrivaxtahækkun kemur að sjálfsögðu illa við skuldsett fyrirtæki,“ segir Knútur Signarson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, þegar Viðskiptablaðið leitaði eftir viðbrögðum hans við stýrivaxtahækkun Seðalbankans.

Knútur segir þó miklvægast að aftur verði hægt verði að koma gjaldeyri inn og út úr landinu. Mörg fyrirtæki séu í miklum kröggum vegna þess að þau fái ekki gjaldeyri og þegar sé farið sé að þynnast í hillum sumra verslana.

Hann segir  að þrátt fyrir að ekki verði skortur á vörum eins og matvöru, sem fái forgang hjá Seðlabanka, þá séu þeir sem versla með aðrar vörur nú þegar farnir að lenda í vandræðum

Stýrivaxtahækkunin muni því vonandi hjálpa til við að auka traust á Íslandi og þó hún verði eflaust einhverjum þungbær þá er vonandi að hún hjálpi til við að ná niður verðbólgu og við að koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum á ný.