*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Erlent 18. apríl 2019 15:11

Öllum flugum Jet Airways aflýst

Indverska flugfélagið Jet Airways hefur neyðst til að aflýsa öllum flugum sínum sökum skuldavanda.

Ritstjórn
epa

Indverska flugfélagið Jet Airways er í miklum skuldavandræðum, eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá. Flugfélagið hefur nú neyðst til að leggja tímabundið niður öll flug sín sökum þess að félaginu tókst ekki að tryggja sér fjármögnun. BBC greinir frá.

Flugfélagið hefur greint frá því að síðustu flugferðir þess, að minnsta kosti í bili, hafi verið farnar í gær. Ekki var til fjármagn til að greiða fyrir eldsneyti og aðra nauðsynlega þjónustu. Því hafði félagið ekki kost á öðru en að leggja niður öll flug sín en vonast er til að flug hefjist á nýjan leik.

Jet Airways skuldar samtals 1,2 milljarða dollara og hafa samningaviðræður við lánveitendur staðið yfir í nokkrar vikur. Þegar best lét hélt flugfélagið úti 123 flugvélum og var stærsta einkarekna flugfélag Indlands, en nú standa aðeins eftir 5 vélar vegna skuldavandans.

Indversk stjórnvöld hafa beðið ríkisreknu banka landsins að búa til áætlun til að bjarga rekstri flugfélagsins, en 23 þúsund manns starfa hjá félaginu. 

Stikkorð: skuldavandi Jet Airways
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is