Öllum starfsmönnum Kristjánsbakarí á Akureyri hefur verið sagt upp en þeir voru 35 talsins. Kristjánsbakarí var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdarstjóri Gæðabaksturs, sem á og rekur Kristjánsbakarí, sagði í samtali við ViðskiptaMoggann að uppsagnirnar séu liður í endurskipulagningu félagsins. Reynt verður að endurráða sem flesta starfsmenn að lokinni endurskipulagningunni.

Fyrirtækið rekur tvö bakarí á Akureyri.