Fyrirtækið Sparnaður hefur sagt upp öllum 50 fastráðnum starfsmönnum sínum en uppsagnirnar verða dregnar til baka ef samningar nást við Seðlabankann vegna reglna um gjaldeyrismál. Frá þessu er sagt á vef RÚV . Uppsagnirnar hafa þegar tekið gildi en starfsfólkið vinnur uppsagnarfrest sinn, sem er mislangur.

Forsvarsmenn tryggingafyrirtækja sem eru í samstarfi við erlend tryggingafélög hafa gagnrýnt harðlega reglur Seðlabankans um gjaldeyrismál, sem kynntar voru um miðjan júní, og hafa sagt að nýju reglurnar kippi fótum undan starfsemi fyrirtækjanna.

Sparnaður selur tryggingar frá þýska tryggingafélaginu Bayern.