Öllu starfsfólki Samfylkingarinnar hefur verið sagt upp. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að þær komi í kjölfar þess að Kristján Guy Burgess, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, sagði af sér í kjölfar afhroðs flokksins í kosningum.

Kristján greindi frá uppsögn sinni á Facebook þar sem að hann segir meðal annars: „Nú eftir kosningarnar er hins vegar ný staða uppi og mátulegt að ég taki hattinn og stafinn með mér til annarra verkefna. Ég hef sent nýjum formanni Loga Einarssyni uppsagnarbréf mitt enda var það alltaf svo að framtíð mín í starfi myndi miðast við árangur í kosningum.“

Uppsögn á starfsmönnum Samfylkingarinnar var liður í því að halda rekstrarafkomu flokksins jákvæðri. Samfylkingin hagnaðist um 21,4 milljónir í fyrra, styrkir til flokksins frá ríkinu gætu lækkað talsvert miðað við kosningaúrslit, þar sem að styrkur frá ríkinu reiknast í samræmi við gengi flokksins í kosningum.