Öllum 120 starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins hefur verið sagt upp í kjölfar rekstarstöðvunar hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Allar líkur eru á því að starfsmennirnir fái greidd laun en nokkrir starfsmenn sem misst hafa vinnuna hafa haft samband við stéttarfélög sín; VR, Eflingu og Matvís. Flestir starfsmenn, um níutíu, eru í VR.

Kornið hefur rekið tólf bakarí þar af ellefu á höfuðborgarsvæðinu og eitt í Reykjanesbæ.