Ríkisstjórnin hefur samþykkt að aflétta öllum takmörkunum vegna Covid-19, bæði innanlands og á landamærum. Afléttingarnar taka gildi aðfaranótt föstudags.

Þetta kom fram í máli Will­ums Þórs Þórs­son­ar heil­brigðisráðherra að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. Hann segir landsmenn hafa lært að umgangast veiruna, en upphaflega var stefnt að fullum afléttingum 14. mars nk.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að afléttingar á landamærum verði hundrað prósent og fyrir alla. Jafnframt segir hún afléttingarnar á landamærum vera í takt við tilmæli sóttvarnarlæknis. Full samstaða var um afléttingarnar í ríkisstjórn, að sögn forsætisráðherra.