Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill afnema mannanafnalög og er frumvarp í smíðum í innanríkisráðuneytinu, sem þó mun líklega ekki ganga svo langt. Þetta kom fram í viðtali við hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun sem Vísir greinir frá .

„Helst af öllu vil ég afnema mannanafnalög,“ sagði Ólöf í viðtalinu um þá vinnu sem verið hefur í gangi vegna nefndarinnar.

Hún segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi lögin. Telur hún að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börnin þeirra eigi að heita.