*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Fólk 26. júlí 2019 10:44

Ólöf Hildur ráðin framkvæmdastjóri

Ólöf Hildur Pálsdóttir hefur gengið til liðs við Advania Data Centers og tekur við framkvæmdastjórn fjármálasviðs félagsins.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ólöf Hildir Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Advania Data Centers en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Ólöf hefur nú þegar hafið störf en hún hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður fjármálaráðgjafi auk þess að sitja í stjórnum fyrirtækja þar á meðal fasteignafélagsins Regins. 

Þar á undan starfaði hún í um 20 ár hjá Arion Banka og forverum hans m.a. sem stjórnandi á fyrirtækjasviði. Ólöf er menntaður viðskiptafræðingur, Cand.Oecon af fjármálasviði við Háskóla Íslands en hún lauk námi árið 2000.

Í tilkynningunni segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania Data Centers:

„Það er mikill uppgangur í ofurtölvu og gagnaversrekstri okkar eins og verið hefur síðastliðin ár og því er ótrúlega ánægjulegt að fá jafn reynslumikinn aðila og Ólöfu til liðs við okkur til að fást við þau spennandi verkefni sem framundan eru“