Ólöf Nordal býður sig á ný fram til Alþingis í væntanlegum kosningum í haust. Ólöf er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en hefur setið utan þings sem innanríkisráðherra síðan hún tók við af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur árið 2014 þegar sú síðarnefnda sagði af sér. Ólöf hætti á þingi árið á undan.

Ólöf stofnaði like síðu á facebook um helgina ásamt því að tísta: „Með like síðu er maður formlega orðinn stjórnmálamaður (á ný).“

Ekki hefur komið fram í hvaða sæti Ólöf hyggst bjóða sig fram en vænta má þess að hún verði í baráttunni um efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins.