Ólöf Örvarsdóttir hefur verið ráðin skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg ern ráðning Ólafar var samþykkt á fundi borgarráðs í morgun.

Ólöf er arkitekt að mennt og stundaði nám við Arkitekthøgskolen í Osló og Politechnico di Torino á Ítaliu. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði skipulagsmála. Hún hefur m.a. unnið á teiknistofum bæði hérlendis og á Ítalíu og stofnaði og rak, A-Z arkitektar, vinnustofu ásamt öðrum arkitektum.

Ólöf hóf störf hjá Borgarskipulagi árið 2001, tók við stöðu aðstoðarskipulagsstjóra árið 2007 og hefur gegnt starfi skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar frá því í febrúar 2008.

Ólöf er gift Ásgeiri Geirssyni og eiga þau þrjú börn.