Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg úrskurðaði í gær að ólöglegt væri að neyða verkamenn til þess að borga hluta launa til verkalýðsfélags.

Málið var höfðað af fimm Svíum sem höfðu verið neyddir til þess að borga til verkalýðsfélags sem þeir tilheyrðu ekki. Svíarnir höfðuðu málið á þeirri forsendu að greiðslurnar jafngiltu þvingaðri aðild að verkalýðsfélagi sem þeir vildu ekki tilheyra.