Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kært Apple og fimm stærstu bókaútgefendur landsins fyrir tilraunir til að hækka verð á raf bókum. Þrír af útgefendunum hafa ákveðið að semja en algengt verð á rafbókum er nú 12,99 Bandaríkjadalir eða 14,99 Bandaríkjadalir en var 9,99 Bandaríkjadalir fyrir nokkrum árum.

Samkvæmt ákærunni hafa neytendur greitt tugum milljóna meira fyrir rafbækur vegna samkomulags milli útgefendanna. Útgefendurnir sem hafa samið við dómsmálaráðuneytið eru Hachette Book Group, Simon & Schuster Inc. og Harper­Collins Publishers.