*

sunnudagur, 20. september 2020
Innlent 11. september 2019 17:15

Ölstofan hagnast um 12 milljónir

Rekstrartekjur Ölstofunnar námu 190 milljónum króna í fyrra og jukust um 5 milljónir frá árinu 2017

Ritstjórn
Athafna- og kaupmennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson eru eigendur Ölstofunnar.

Hagnaður af rekstri öldurhússins Ölstofunnar nam 12,4 milljónum króna á síðasta ári sem er um 2 milljónum meira en árið á undan. Rekstrartekjur voru 190,5 milljónir króna sem er aukning upp á ríflega 5 milljónir frá árinu 2017. Samtals námu rekstrargjöld 175 milljónum króna og þar af voru vöru- og efniskaup 87 milljónir og laun og launatengd gjöld 65 milljónir króna. 

Meðfjöldi starfsmanna 20 og launagreiðslur félagsins námu um 53 milljónum króna sem er einni milljón minni en árið 2017. 

Eigið fé í lok síðasta ár var jákvætt um 39 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi og eignir voru samtals 58 milljónum króna. Skuldir og skuldbindingar voru samtals 19 milljónir króna og lækkuðu úr 28 milljónum króna árið 2017. 

Ölstofan er til helminga í eigu athafnamannanna Skjaldar Sigurjónssonar og Kormáks Geirharðssonar. 

Stikkorð: Ölstofan