Rétt rúmlega sex milljóna króna hagnaður var af rekstri Ölstofu Kormáks og Skjaldar á árinu 2012, samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er aðeins lakari niðurstaða en árið 2011 þegar um 9 milljóna hagnaður var af rekstri kráarinnar.

Á síðasta ári voru 4,2 milljónir greiddar í arð vegna reksturs fyrra árs en árið 2011 námu arðgreiðslur 3 milljónum króna. Eignir félagsins nema alls um 48 milljónum og er eigið fé þess jákvætt um tæpar 24 milljónir.

Ölstofan hefur verið rekin af þeim Skildi Sigurjónssyni og Kormáki Geirharðssyni í um tíu ár en þeir eiga helmingshlut hvor í rekstrinum.