*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Innlent 4. janúar 2013 20:15

Ölstofubræður berjast gegn Landsbankanum

Fótboltatvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og verslunarmennirnir Kormákur og Skjöldur eru ósáttir við Landsbankann.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Skjöldur Sigurjónsson og Kormákur Geirharðsson við barinn. Mynd / MBL Eyþór Árnason.

„Bönkum er skylt að kynna ábyrgðamönnum það sem þeir eru að ábyrgjast,“ segir verslunar- og öldurhúsaeigandinn Kormákur Geirharðsson. Hann og Skjöldur Sigurjónsson, sem rekur með honum Ölstofuna og herrafataverslun í þeirra nafni, hafa ásamt tvíburunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum farið í mál við Landsbankann vegna ábyrgðar sem þeir telja sig ekki þurfa að bera. Málið tengist sölu fjórmenninganna á veitingastaðnum Domo við Þingholtsstræti í Reykjavík árið 2009.

Við sölu á Domo var Landsbankinn milligönguaðili með viðskiptunum fyrir hönd nýs eiganda. Við kaupin knúði Landsbankinn á um að fjórmenningarnir ábyrgðust hluta af kaupverðinu, skuldabréfalán upp á 10 milljónir króna sem kaupandinn fékk hjá bankanum. Nokkru eftir að nýr eigandi tók við rekstrinum lenti hann í hremmingum og gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Bankinn gekk því að veðum og krafði fjórmenningana um ábyrgðina á láninu.

Þeir telja á móti að bankinn hafi ekki staðið við loforð sín, svo sem við að tryggja hagsmuni þeirra og því stefndu þeir bankanum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast það hér að ofan undir liðnum tölublöð.