Olíuráðherra Írans varar við afleiðingum viðskiptaþvingana Vesturlönd, með Bandaríkin og Ísrale í fararbroddi hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana og óttast að þeir stefni að framleiðslu kjarnorkuvopna. Bandaríkin íhuga nú að grípa til viðskiptaþvingana gegn olíuútflutningi Írana til þess að þvinga stjórnvöld þar til þess að hætta við áætlanirnar.

Íranar virðast þó ekki ætla að láta það hræða sig og svara fullum hálsi. Þannig sagði Rostam Quasemi, olíumálaráðherra Írans, við arabískan fjölmiðil að verði slíkum þvingunum beitt sé enginn vafi á því að verð á hráolíu muni hækka mjög mikið. „Verðið á fatinu mun örugglega fara yfir 200 dali,“ segir ráðherrann.