Ólympíupeningurinn sem var til sölu hjá Safnaramiðstöðinni er seldur. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu verslunarinnar. Söluverðið er ekki gefið upp.

Peningurinn er ein þeirra sem leikmenn íslenska handknattleiksliðsins fengu afhendan eftir að hafa unnið silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, segir í samtali við RÚV að einungis leikmenn fái verðlaunapening þannig að ljóst sé að verðlaunapeningurinn er upphaflega kominn frá einum þeirra. Hann geti ekki verið kominn frá þjálfara eða starfsmönnum liðsins.