Notkun á kaldavatni a höfuðborgarsvæðinu hefur sjaldan eða aldrei sveiflast meira en á hádegi á föstudag þegar íslenska þjóðin horfði á landsliðið í handbolta tryggja sér silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking.

Orkuveitan segir sveiflurnar einhverjar þær greinilegustu frá því um jól.

„Vatnsnotkunin fylgir spennustigi leiksins af ótrúlegri nákvæmni, þar sem gangur leiksins er greinilegur af vatnsnotkuninni. Sumir þykjast geta lesið leikhlé [úr notkunartölum] og jafnvel almennt spennustig leiksins. Salernisferðir í hálfleik, í leikslok og að lokinni útsendingunni frá Peking eru þó greinilegustu sveiflurnar,” segir á heimasíðu OR.

„Sveiflurnar sýna að íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru viðlíka samtaka í að fylgjast með handboltanum og í því að fara í jólabaðið.”