Stjórn japanska myndavélaframleiðandans Olympus hefur höfðað mál gegn Shuichi Takayama, forseta fyrirtækisins og þremur fyrrverandi stjórnendum þess vegna bókhaldsbrellur og það sem talið er sviksamlega háttsemi.

Upp komst um það í fyrrahaust að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hefðu beitt brögðum til að hylma yfir taprekstur fyrirtækisins í um 13 ár. Skollaleikurinn fólst í því að Olympus keyptu keppinauta og fyrirtæki í tengdum rekstri með manni og mús og skrifaði upp á himinháar greiðslur til ráðgjafafyrirtækja sem áttu að hafa unnið að kaupunum. Fjárhæðin skilaði sér hins vegar aldrei heldur voru þetta brögð í tafli til þess fallin að láta sem háar fjárhæðir hafi runnið úr sjóðum Olympus.

Talið er að fjársvik fjórmenninganna nemi í heildina 1,7 milljörðum Bandaríkjadala.

Forseti fyrirtækisins er sagður ætla að segja af sér í kjölfar málshöfðunar.

Það var forstjóri Olympus, Michael Woodford, sem greindi frá svikum stjórnendanna í fyrrahaust. Hann rekinn í kjölfarið og hefur gengi fyrirtækisins hrunið um 60% síðan þá.