Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði könnun í febrúar og mars sl. fyrir skrifstofu Alþingis. Einkum var ætlað að athuga hvaða ástæður búa að baki vantrausti til Alþingis.

Samkvæmt könnuninni beinist vantraustið aðallega til starfshátta þingsins en þar eru einkum þrír hlutir nefndir:

  1. Samskiptamáti og framkoma þingmanna - 79% svarenda sögðu að vantraust beindist að samskiptamáta þingmanna. Þeir sýni hver öðrum virðingarleysi og standi í sífelldu rifrildi.
  2. Vinnulag á þingi - 72% svarenda sögðu vera ástæðu fyrir vantrausti. Fólki þykir forgangsröðun á þingi röng og að þingmennn hlusti ekki á almenning.

  3. Ómálefnaleg umræða á þingi  - meðal svarenda þótti stór hópur umræðan á Alþingi oft vera ómálefnaleg. Vísað var m.a. til málþófs og að umræður væru ómarkvissar.

Aðeins 14% svarenda sögðust bera traust til Alþingis en 76% sögðust bera lítið eða alls ekkert traust til þess.

Tekið var 1.200 manna einfalt tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Hringt var í þá sem lentu í úrtaki og þeir beðnir að svara spurningum könnunarinnar. Þá var tekið 1.200 manna lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar.

Alls svöruðu 1283 og er svarhlutfall 55%.