Ómar Svavarsson, forstjóri Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, var samtals með 36,7 milljónir króna í laun í fyrra, sem þýðir að mánaðarlaun hans hafa verið tæpar 3,1 milljónir á mánuði að meðaltali. Gudny Langgaard, forstjóri færeyska dótturfélagsins Kall p/f var með 20,1 milljón í árslaun, eða tæpa 1,7 milljón á mánuði. Kemur þetta fram í ársreikningi félagsins .

Fimm framkvæmdastjórar fyrirtækisins voru svo samtals með 112,2 milljónir króna í árslaun, eða um 9,4 milljónir króna á mánuði. Meðalmánaðarlaun hvers framkvæmdastjóra hafa því verið um 1,9 milljónir króna.

Þór Hauksson, stjórnarformaður Fjarskipta var með 2,1 milljón króna í árslaun, eða 175.000 krónur á mánuði, en þau laun voru greidd til Framtakssjóðs Íslands. Hæst launaði stjórnarmaðurinn var Helga Viðarsdóttir sem var með 2,3 milljónir króna í árslaun, eða um 192.000 krónur á mánuði.