Ómar Benediktsson, forstjóri flugfélagsins Air Atlanta Icelandic, hefur ákveðið að láta af störfum þann 1. nóvember næstkomandi, segir í tilkynning frá Avion Group. Avion Group er móðurfélag Air Atlanta.

Við starfi Ómars tekur Hafþór Hafsteinsson, forstjóri flugflutningasviðs Avion Group, en hann mun sinna báðum störfum tímabundið.

?Ómar mun áfram eiga sinn hlut í Avion Group og hefur að beiðni stjórnar félagsins fallist á að sinna ýmsum sérverkefnum fyrir Avion Group," segir í tilkynningunni.

Ómar var einn af stofnendum Íslandsflugs en hann, ásamt Magnúsi Þorsteinssyni og Gunnari Björgvinssyni, eignuðustu Íslandsflug áður en það varð hluti af Avion Group og sameinaðist Flugfélaginu Atlanta. Hann stýrði sameiningu Íslandsflugs og Flugfélagsins Atlanta og er því samrunaferli lokið.