Ný stjórn og ný siðanefnd var kosin á aðalfundi Almannatengslafélags Íslands fyrir skömmu. Formaður var kjörinn Ómar R. Valdimarsson, Magnea Guðmundsdóttir varaformaður, Þorsteinn G. Gunnarsson ritari, Andrés Jónsson gjaldkeri og Sigurður Sigurðarson meðstjórnandi.

Í siðanefnd Almannatengslafélags Íslands voru kosin þau: Guðjón Heiðar Pálsson, Helga Guðrún Jónasdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Ólafur Hauksson og Páll Þorsteinsson.

Í tilkynningu vegna fundarins segir að Almannatengslafélag Íslands hafi verið stofnað 27. september 2001 og að tilgangur félagsins sé að mynda samstarfsvettvang fyrir þá sem vinna að almannatengslum í landinu, í því skyni að vinna að fræðslumálum er tengjast greininni og ýmsum hagsmunamálum.