Ástæða þess að Hrund ákvað að breyta um vettvang var einfaldlega sú að henni þótti það ómótstæðilegt tækifæri að taka við stjórnartaumunum í Veritas en hún þekkti vel til fyrirtækisins sem stjórnarmaður eins úr fyrri störfum í lyfjageiranum. „Ég vissi að ég væri að taka við vel reknu fyrirtæki á spennandi markaði með frábæru stjórnunarteymi.“ Hrund hefur nú verið forstjóri Veritas í tæpt eitt og hálft ár.

„Fyrsta skrefið mitt sem forstjóri Veritas var að kynnast fólki og rekstri og átta mig þannig á hvað skipti mestu máli. Ég ákvað fljótlega að fara með fé­lagið og dótturfyrirtæki þess í gegnum viðamikla stefnumótun, þar sem horft var fram til ársins 2020.

Hrund segir að henni hafi verið gefið mörg góð ráð í gegnum tíðina en eitt hafi þó staðið upp úr. ,,Besta ráð sem mér hefur verið gefið er að fara ætíð í boltann en ekki manninn. Það er mikilvægt að greina vel á milli manna og málefna, að geta þróað með sér faglega hæfni til að takast á við erfið málefni án þess að þeim aðila sem þú ert að eiga við finnist að sér vegið persónulega.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .