Norræna kauphallarsamstæðan OMX greindi í dag frá kauptilboði sínu í slóvensku kauphöllina að virði 4,2 milljónir evra, sem samsvarar rúmlega 380 milljónum króna

Kauphöll Íslands ákvað fyrr á þessu ári að sameinast OMX eftir að hafa ákveðið að gera það ekki í fyrra. OMX borgaði 34 milljónir Bandaríkjadala fyrir Kauphöllina, eða um 2,3 milljarða króna á núverandi gengi.

OMX-kauphallarsamstæðan hefur einnig verið orðuð við hugsanlega sameiningu við kauphöllina í London og hefur líst yfir áhuga á að kaupa norsku kauphöllina eftir að hafa nýverið keypt 10% hlut markaðnum í Osló.