Icelandair Group verður tekið út úr OMXI6 vísitölunni í íslensku Kauphöllinni eftir áramót en í stað félagsins mun færeyska flugfélagið Atlantic Airways koma inn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni vegna endurskoðunar á samsetningu OMX Iceland 6 vísitölunnar sem gerð er tvisvar á ári. Ný samsetning vísitölunnar tekur gildi 4. janúar 2010.

OMX Iceland 6 vísitalan er Úrvalsvísitala NASDAQ OMX Iceland (Kauphallarinnar). Vísitalan er samsett af þeim 6 félögum sem mest viðskipti eru með í Kauphöllinni. Vægi félaga í OMXI6 vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði og er samsetning hennar endurskoðuð tvisvar á ári.

Eftirfarandi samsetning OMXI6 vísitölunnar verður sem hér segir:

  1. Atlantic Petroleum P/F
  2. Bakkavör Group hf.
  3. Føroya Banki P/F
  4. Marel Food Systems hf.
  5. P/F Atlantic Airways
  6. Össur hf.