OMXI6ISK vísitalan hækkaði talsvert í síðustu viku eða um 4,1% sem er að mestu vegna mikilla hækkana á bréfum Marels, um 5,71% og Icelandair, um 3,81%.  Þá lækkaði BankNordik mest í vikunni eða um 2,44%. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.

Marel Food Systems.
Marel Food Systems.
© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)
Heildarvelta á OMXI6ISK var um 323 miljónir króna, mest voru viðskipti með bréf í Marel fyrir um 171 milljón króna.  Einhver velta var með bréf allra sex félaganna sem mynda OMXI6ISK, minnst þó með bréf færeysku félaganna.