Íslensk verðbréf
Íslensk verðbréf
© Aðsend mynd (AÐSEND)

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 0,53% í síðustu viku en markaðurinn var aðeins opinn í fjóra daga. Eina félagið í vísitölunni sem hækkaði var Atlantic Petroleum, hækkunin nam 2,55%. Mest lækkaði gengið á Össur í vikunni og endaði í 193,5 og lækkaði því um 1,78%. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa um félög í Kauphöllinni.

Velta með bréf á OMXI6ISK var um 404 miljónir, þar af voru viðskipti með bréf í Marel fyrir 329 milljónir. Icelandair og Marel voru með rúm 91% af veltu vísitölunar.