*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 8. júlí 2011 16:14

Önnur besta vikan á fasteignamarkaði

Alls var 121 fasteignakaupsamningi þinglýst í vikunni. Aðeins einu sinni áður hafa þeir verið fleiri frá ársbyrjun 2008.

Ritstjórn

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 1. júlí til og með 7. júlí 2011 var 121. Þar af voru 93 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 3.115 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,7 milljónir króna, samkvæmt Þjóðskrá sem safnar upplýsingum um viðskipti á fasteignamarkaði.

Ef rýnt er í gögn aftur í tímann sést að fjöldi samninga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið svo mikill síðan í desember 2007, ef undan er skilin þriðja vika marsmánaðar sl. Þá voru 125 samningar þinglýstir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is